Landsbjörg notar vefkökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.
Nánar um vefkökunotkun
Go to navigation .
Þótt það sé leikur að læra og fátt skemmtilegra en að sitja daglangt undir fróðlegum og athyglisverðum fyrirlestrum er nauðsynlegt að lyfta sér upp og gera sér glaðan dag og hitta félaga og kynnast nýjum.
Föstudagskvöld, 20:30 – 23:00
Það má engin missa af Fílaklúbbnum á föstudagskvöldið enda er ómetanlegt að kynnast fólki frá öðrum löndum, hlusta á frásagnir þeirra, deila reynslu sinni og spjalla um sameiginleg áhugamál.
Fílaklúbburinn verður að þessu sinni haldinn á Björtuloftum, glæsilegum sal á efstu hæðum Hörpu þar sem er frábært útsýni yfir borgina, hafið og Esjuna.
Fílaklúbburinn er óformleg samkoma þar sem ráðstefnugestir blanda geði og rabba saman yfir góðu glasi.
Hvalasafnið
Fiskislóð 23-25
Þetta verður ógleymanlegur viðburður. Kvöldverður í undirdjúpunum með hvali í raunverulegum stærðum yfir gestum. Hvalasýningin samanstendur af 23 hvalalíkönum af hinum ýmsu hvalategundum sem fundist hafa í Íslensku hafi.
Maður er manns gaman