• +5
  Fílaklúbburinn

  Fílaklúbburinn

  Föstudagskvöld, 20:30 – 23:00

  Það má engin missa af Fílaklúbbnum á föstudagskvöldið enda er ómetanlegt að kynnast fólki frá öðrum löndum, hlusta á frásagnir þeirra, deila reynslu sinni og spjalla um sameiginleg áhugamál. 

  Fílaklúbburinn verður að þessu sinni haldinn á Björtuloftum, glæsilegum sal á efstu hæðum Hörpunnar þar sem er frábært útsýni yfir borgina, hafið og Esjuna.

  Fílaklúbburinn er óformleg samkoma þar sem ráðstefnugestir blanda geði og rabba saman yfir góðu glasi. 

 • +5
  Hátíðarkvöldverður

  Hátíðarkvöldverður

  Hátíðarkvöldverður ráðstefnunnar verður snæddur á laugardagskvöldið á veitingastaðnum Lava við Bláa lónið. Hægt er að slá tvær flugur í einu höggi og skella sér í lónið fyrir hátíðarkvöldverðinn.

  Þeir sem ætla að njóta Blá lónsins geta tekið rútu frá Marina Hotel og Hotel Natura klukkan  17:30. Önnur rúta fer klukkan 19:00 fyrir þá sem ekki ætla að baða sig.

  Ráðstefnugestir sem ætla í hátíðarkvöldverðinn velja Silfur-pakkann þegar þeir skrá sig á ráðstefnuna en hann felur í sér þriggja rétta máltíð, fordrykk, aðgang að lóninu og rútuferðir báðar leiðir.

  Gestir ráðstefnunnar geta tekið maka sinn með í hátíðarkvöldverðinn. Það nægir að skrá þá og greiða fyrir þá á ráðstefnunni sjálfri.