• +5
      Fílaklúbburinn

      Fílaklúbburinn

      Föstudagskvöld, 20:30 – 23:00

      Það má engin missa af Fílaklúbbnum á föstudagskvöldið enda er ómetanlegt að kynnast fólki frá öðrum löndum, hlusta á frásagnir þeirra, deila reynslu sinni og spjalla um sameiginleg áhugamál. 

      Fílaklúbburinn verður að þessu sinni haldinn á Björtuloftum, glæsilegum sal á efstu hæðum Hörpu þar sem er frábært útsýni yfir borgina, hafið og Esjuna.

      Fílaklúbburinn er óformleg samkoma þar sem ráðstefnugestir blanda geði og rabba saman yfir góðu glasi. 

    • +6
      Hátíðarkvöldverður

      Hátíðarkvöldverður

      Hvalasafnið

      Fiskislóð 23-25

      Þetta verður ógleymanlegur viðburður. Kvöldverður í undirdjúpunum með hvali í raunverulegum stærðum yfir gestum.  Hvalasýningin samanstendur af 23 hvalalíkönum af hinum ýmsu hvalategundum sem fundist hafa í Íslensku hafi.