Björgun - 2024
Nú styttist í alþjóðlegu ráðstefnuna Björgun 24, þar sem fluttir verða hátt í 60 fróðlegir fyrirlestrar um allt sem viðkemur leit og björgun. Fyrirlesararnir koma víða að.
Meðfylgjandi myndband var gert til þess að vekja athygli á ráðstefnunni erlendis og fórnfúsu starfi björgunarsveitafólks á Íslandi sem stendur vaktina allan sólarhringinn, allt árið.