Smári Sigurðsson


Smári Sigurðsson

Smári Sigurðsson formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Smári hefur starfað sem björgunarsveitarmaður í rúm 40 ár og er í Súlum, björgunarsveitinni á Akureyri. Smári hefur sinnt hinum ýmsu trúnaðarstörfum innan sveitarinnar og fyrir félagið í gegnum tíðina. Síðustu árin hefur hann einbeitt sér að stjórnunarstörfum en hann sat í stjórn SL 2005-2011 og  2015 tók hann við sem formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Hann hefur m.a. tekið virkan þátt í svæðisstjórn björgunarsveita á norðurlandi ásamt þess að hafa setið í landsstjórn björgunarsveita. Smári hefur tekið þátt í fjölmörgum útköllum og krefjandi verkefnum á þessum árum og hefur þar með mikla reynslu og þekkingu á starfsemi björgunarsveita.

Slysavarnafélagið Landsbjörg – samofið þjóðinni í 90 ár

12 okt. 11:00 - 12:00

Á þessu ári eru 90 ár síðan björgunarstarf hófst hér á landi og á þessum tímamótum mun formaður félagsins, Smári Sigurðsson fara yfir söguna með glæsilegum hætti. Myndir, myndbönd, sögur af fólki og sögur af því hvernig björgunarstarf er samofið sögur þjóðar og þróast með henni. Sögur af björgunarafrekum og frumkvöðlastarfi. Þessari stund vill enginn missa af.