Hrafnhildur Ævarsdóttir


Hrafnhildur Ævarsdóttir

Hrafnhildur byrjaði að starfa með Hjálparsveit skáta Kópavogi árið 2015 en flutti fljótlega eftir það austur og gekk þá í Björgunarsveitina Kára. Hrafnhildur er þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði og er stundum kölluð ofvirkur bókaormur þar sem henni finnst jafn skemmtilegt að klífa fjöll og að lesa góða bók.

Tækifæri og áskoranir fámennra eininga innan Landsbjargar

Unknown time for now

Yfir 90 björgunarsveitir starfa á Íslandi, sumar hverjar með hundruði félaga meðan aðrar hafa færri en fimmtíu og sumar enn færri. Sveitir starfa í mismunandi umhverfi og aðstæðum í góðu samstarfi með öðrum viðbragðsaðilum á svæðinu. Hjá litlu sveitunum þá er það oft svo að einn og sami einstaklingurinn getur þurft að sinna mörgum hlutverkum í útkalli og það er oft mikill styrkur falin í fámennu sveitunum á Íslandi.