Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir


Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir

Ingibjörg Lilja er fagstjóri endurreisnar hjá Almannavörnum og doktorsnemi í umhverfis- og auðlindafræði við HÍ. Í doktorsverkefninu er sjónum beint að seiglu samfélaga (community resilience) vegna náttúruhamfara. Hún er með BA í félagsfræði frá HÍ og MA í atvinnulífsfræðum frá Háskólanum í Gautaborg. Jafnframt er hún með kennsluréttindi á framhaldsskólastigi frá HÍ. Ingibjörg hóf störf hjá almannavörnum í byrjun mars 2020. Verkefni hennar tengjast annars vegar langtímaviðbrögðum með áherslu á stuðning við þolendur og hins vegar fræðslu til almennings í gegnum kennslu og rannsóknir. Árin 2008-2017 starfaði Ingibjörg við rannsóknir hjá Félagsvísindastofnun HÍ og sinnti einnig stundakennslu. Samhliða doktorsnámi sem hófst 2017 starfaði hún sem fjármálastjóri NORDRESS, norræns öndvegisseturs um náttúruvá, seiglu og öryggi samfélaga. NORDRESS verkefninu lauk um mitt ár 2021. Ingibjörg hefur einnig verið sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum um árabil í sálfélagslegum stuðningi við þolendur alvarlegra atburða.

Eyjafjallajökulgosið 2010 - áhrif á íbúa og enduruppbygging samfélaga

Unknown time for now

Hvaða áhrif geta eldgos haft á okkar daglega líf og hvernig stuðning gætum við þurft á að halda í bataferlinu og enduruppbyggingunni? Fjallað verður um áhrif Eyjafjallajökulgossins árið 2010 á íbúa undir Austur-Eyjafjöllum og í Vík í Mýrdal og hvernig fjölskyldum í þessum tveimur samfélögum gekk að takast á við afleiðingar gossins og ná bata. Áhersla er lögð á félagslegan stuðning (social support) innan samfélaganna, óformlegan og formlegan.