Dr. Sólveig Þorvaldsdóttir


Dr. Sólveig Þorvaldsdóttir

Ráðgjafarverkfræðingur hjá Rainrace ehf. Byggingarverkfræðingur í grunninn, með meistaragráðu í áhættugreiningu fyrir jarðskjálfta og doktorsgráðu í hönnun viðlagakerfa. Fyrrverandi framkvæmdarstjóri Almannavarna ríkisins, félagi í HSSK síðan 1979, fyrrverandi aðalleiðbeinandi hjá Björgunarskólanum, tengiliður SL vegna alþjóðaútköll, félagi í bandarískum rústabjörgunarsveitum 1990-1996, félagi í UNDAC (neyðarteymi Sameinuðu þjóðanna) frá 1999. Farið í útköll til 7 landa. Starfað að þróunarverkefnum varðandi viðlagakerfi víða um heim, t.d. Pakistan og Palestínu. Í almannavarnanefnd Ánessýslu 2018-2022. Tók þátt í að stofna almannavarnaráð Árborgar og leiddi þar vinnu við að endurskoða skipulag Árborgar vegna samfélagsröskunar. Nýja skipulagið skapar ný tæki fyrir björgunarsveitir og deildir til að styðja við sveitarfélög við að vera undirbúin, takast á við og læra af röskun í samfélaginu. Sólveig mun segja frá nýja skipulagi og hvetja til umræðu um aðkomu björgunarsveita og deilda að stuðningi við sveitarfélög.

Samfélagsröskun, sveitarfélög og sveitir/deildir

Unknown time for now

Sveitarfélagið Árborg hefur undanfarin ár verið að þróa skipulag fyrir starfsmenn og bæjarfulltrúa vegna almannavarnaástands, bankahruns, bruna og fleira. Skipulagið var samþykkt af bæjarstjórn vorið 2022. Það tekur á því hvernig vinna skal að áhættugreiningu, forvörnum, viðbúnað fyrir viðbrögð og úrvinnslu aðgerða . Sveitarfélög þurfa að hafa langtímasjónarmið að leiðarljósi því það getur tekið mörg ár að vinna úr þeim skaða sem verður og afleiðingum þeirra í samfélaginu. Með því að kynna sér þarfir sveitarfélaga á neyðar- og endurreisnartímum geta björgunarsveitir/deildir skoðað hvernig þær geta stutt við sveitarfélögin. Ljóst er að máttur björgunarsveita/deilda er mikill. Rætt verður hvernig sveitir/deidlir geta lyft grettistaki við að draga úr áhættu og efla viðbúnað í samfélaginu.