Christopher S. Young


Christopher S. Young

Christopher S. Young hefur verið virkur í björgunarstörfum frá árinu 1981. Hann var yfirmaður björgunarmála við San Francisco flóann og kenndi síðan í 25 ár við Neyðarþjónustu Kaliforníu. Hann er nú kennari hjá NASAR og sérsvið hans er leit að týndu fólki. Christopher er virtur sérfræðingur sem hefur þróað nýjungar á þessu sviði, skrifað bækur um málefnið og er eftirsóttur fyrirlesari á ráðstefnum og máþingum um leit og björgun.

Leit að fólki með Alzheimer/heilabilanir

12 okt. 15:00 - 15:45

Á heimsvísu er það daglegt brauð að fólk með Alzheimers og aðrar heilabilanir verða ráð- og áttavillt og reika burtu frá umönnunaraðilum sínum. Lögregla og björgunarsveitir eru oft kvaddar til leitar þegar óttast er um fólk í þessu ástandi. Tíðni þessara leita er að aukast en samt er algengt að þeir sem eru kvaddir til leitar vanmeti í hvaða hættu viðkomandi kann að vera. Í þessum fyrirlestri fær leitarfólk jafnt sem stjórnendur innsýn inn í hvaða upplýsinga þarf að afla og hvaða  hæfni við þurfum að afla okkur til að betur ráða við þessa tegund leita.