Sigríður Björk Guðjónsdóttir


Sigríður Björk Guðjónsdóttir

Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur starfað við almannavarnir með einum eða öðrum hætti frá því árið 2002. Hún var sýslumaður og lögreglustjóri á Ísafirði á árunum 2002-2006, þar sem leit og björgun voru hluti starfans, sem og rýmingar og áskoranir tengdar nátturunni. Sigríður Björk gegndi starfi aðstoðarríkislögreglustjóra á árunum 2007-2009 þar sem almannavarnadeild ríkislögreglustjóra féll undir starfssvið hennar. Sigríður var lögreglustjóri á Suðurnesjum á árunum 2009-2014 og á þeim tíma var mikil áhersla lögð á almannavarnir og áætlanagerð tengt alþjóðaflugvellinum í Keflavík. Sigríður Björk hefur gegnt starfi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu frá 2014 og er áhersla á almannavarnir eitt af forgangsverkefnum hennar þar.

Aðgerðarstjórnstöð fyrir höfuðborgarsvæðið

12 okt. 14:00 - 14:45

Aðgerðarstjórnstöð fyrir höfuðborgarsvæðið er heitið á erindinu. Farið verður stuttlega yfir aðdraganda og reynsluna til þessa og velt upp næstu skrefum.