Þórir Sigurhansson


Þórir Sigurhansson

Þórir Sigurhansson hefur þjálfað björgunarhunda síðan 1989 . Í starfi sínu sem hundamaður hefur Þórir þjálfað hunda til snjóflóðaleitar, víðavangsleitar, leitar í vatni, rústum auk þess að þjálfa líkleitarhunda og sporrakningar. Þórir hefur áratuga reynslu af útköllum með hunda og sem leiðbeinadi í víðavangs- og snjóflóðaleit auk dómararéttinda. Þórir hefur starfað sem sporhundamaður undafarin ár, hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar.

Notkun sporhunda við leit að týndu fólki

13 okt. 13:00 - 13:45

Björgunarsveit Hafnarfjarðar hefur sinnt þjálfun og leit með sporhundum frá 1960. Í fyrirlestrinum er fjallað um notkun sporhunda sveitarinnar og farið yfir ýmis atriði sem mikilvægt er að hafa í huga þegar sporhundur er kallaður til.