Guðrún Lísbet Níelsdóttir


Guðrún Lísbet Níelsdóttir

Guðrún er hjúkrunarfræðingur að mennt með sérhæfingu í hættu-og hamfarastjórnun. Hún hefur starfað á Landspítala frá 2006,  framan af við bráðahjúkrun en nú við verkefni er varða viðbragð og viðbúnað við stærri atburðum. 

Bráðaflokkun og áverkamat – fortíð, nútíð, framtíð

12 okt. 16:00 - 16:45

Í ár eru liðin 10 ár frá því að bráðaflokkun og áverkamat var tekið til notkunar á Íslandi. Í tilefni af þessu tímamótum verður litið yfir farinn veg, m.a. aðdragandann að því að kerfið var tekið upp og lærdóm undanfarinna ára. Eins verður farið yfir stöðuna í dag og mögulega þróun fram á við.