Borgþór Vignisson


Borgþór Vignisson

Borgþór Vignisson hefur starfað í björgunarsveitum í tæp 30 ár. Hann er formaður Björgunarfélagsins Eyvindar og hefur verið til margra ára. Hann er fulltrúi í svæðisstjórn á svæði 3. Hefur verið virkur meðlimur í vettvangshjálparhóp Björgunarfélags Eyvindar frá upphafi verkefnisins 2011.

Vettvangsliðaverkefnið á Flúðum - fortíð og framtíð

13 okt. 13:00 - 13:45

Björgunarfélagið Eyvindur á Flúðum hefur frá 2011 sinnt bráðaþjónustu í sínu nærumhverfi. Sveitin er fyrsta viðbragð í öllum alvarlegri útköllum sem sjúkraflutningar sinna allra jafna. Næsti sjúkrabíll er á Selfossi sem er í um 30 mín fjarlægð. Fjallað verður um reynslu sveitarinnar af verkefninu og helstu áskoranir.