Sigrún Guðný Pétursdóttir


Sigrún Guðný Pétursdóttir

Sigrún hefur starfað í björgunarsveit síðan 1994, hefur verið leiðbeinandi á sviði fyrstu hjálpar um nokkurara ára skeið hjá Björgunarskóla Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Sigrún starfaði sem yfirleiðbeinandi í fyrstu hjálp 2014-2017. Sigrún er hjúkrunarfræðingur að mennt, og lengst af starfað á bráðamóttökunni í Fossvogi.

Neyð í óbyggðum á Íslandi

13 okt. 16:00 - 16:45

Á tímabilinu 2013-2015 fór þyrlan í 70 útköll þar sem einstaklingar voru sóttir í óbyggðir. Sigrún mun fara yfir greiningu sína á þessum útköllum. Farið verður yfir tíðni veikinda og tíðni slysa. Hvaða afþreyingu fólk var að stunda þegar óhapp varð, hvort munur sé á útköllum eftir því hvort um Íslendinga eða erlenda ferðamenn sé að ræða og hvað olli slysunum. Rætt verður um aðkomu björgunaraðila að slysum í óbyggum, mikilvægi skráningar á eðli útkalla og forvarnir.