Christopher Feder


Christopher Feder

Christopher Feder hefur starfað í neyðarþjónustu í Bandaríkjunum frá 1995. Hann hóf feril sinn í Penn Wynne-Overbrook Hills slökkviliðinu í dreifbýli  Pennsylvaníufylkis sem aðstoðar slökkviliðsstjóri. Hans aðalstarf er verkefnastjóri björgunar hjá Med-Tex Services, Inc., í Fíladelfíu.  Med-Tex er ráðgjafafyrirtæki á Heilbrigði og öryggis auk þjónustu á sviði tæknilegrar björgunar og þjálfunar á sviði séraðgerða (Special Operations Training).  Hann starfar sem umsjónarmaður þjálfunar hjá Montgomery County Fire Academy og er einnig verkefnastjóri leitar og björgunar hjá Montgomery County Urban Search and Rescue Team (US&R).  Chris er einnig varaformaður nefndar um viðbrögð við hryðjuverkum og leit og björgun. Hann er fyrrverandi stjórnandi viðbragðsteymis í eiturefnaslysum og leiðbeinandi í fjallabjörgun með áherslu á tæknilegri línuvinnu á vegum Pennsylvania State Fire and Emergency. Chris er einnig leiðbeinandi í viðbragði við eiturefnaslysum og hann hefur ritað greinar í fjölmörg fagtímarit t.d. Fire Engineering Magazine; Police Magazine og Technical Rescue Magazine.  Þar hefur hann skrifað um þjálfun, línuvinnu í fjallabjörgun, viðbrögð við sjálfsmorðum með kemískum efnum og viðbrögð við heimagerðum efnasprengjum. Chris hefur þjónað í ameríska hernum og fór t.d. til Afganistan sem verkfræðingur. Hann starfaði einnig í slökkviliðseiningu sem sérhæfði sig í björgun í CBRN slysum (Chemical, Biological, Radiological or Nuclear).

Lárétt björgunarreipakerfi

14 okt. 09:30 - 10:15

Þessi fyrirlestur fjallar um nokkrar mismunandi aðferðir í uppsetningu á línukerfum. Algengt er að björgunarfólk þekki eingöngu eina eða tvær gerðir af „láréttum björgunarkerfum“ (ensk eða norsk) og skorti þekkingu á öðrum kerfum sem eru í flestum tilfellum auðveldari í uppsetningu, krefjast minni mannafla og eru oft öruggari.  Markmið þessar fræðslu er að nemendur öðlist þekkingu á öðrum kerfum og bæti hæfileika sína í gagnrýninni hugsun og hraðri ákvarðanatöku. Í fræðslunni er fjallað um notkun hjóla, tveggja reipa mótvægi, viðmiðunarlínu, rakningarkerfis og fleira.