Björgvin Óli Ingvarsson


Björgvin Óli Ingvarsson

Björgvin Óli Ingvarsson, 28 ára. Starfað sem sjúkraflutningamaður á Selfossi síðan 2012. Virkur meðlimur í Björgunarfélagi Árborgar síðan 2005. Alla tíð lagt stund á allt sem tengist vatnabjörgun, aðalega í straumvatni bæði á mótorbátum og með línuvinnu. SRT leiðbeinandi hjá Rescue3 europe síðan 2014. SRT advanced leiðbeinandi síðan 2016. Hef sótt mikið af námskeiðum og ráðstefnum bæði heima og erlendis varðandi björgunarstörf, straumvatnsbjörgun, sjúkraflutninga o.f.l. Hef setið í fagráði straumvatnsbjörgunar hjá S.L frá upphafi auk þess að koma að námskeiðsþróun og þjálfunarmálum í ýmsum efnum tengdum viðbragðsaðilum á Íslandi.

Straumvatnsbjörgunarhópar

13 okt. 11:00 - 11:45

Hvar og hvernig geta þeir komið að gagni við leit og björgun? Hvað er straumvatnsbjörgunarhópur? Hvaða verkefni þurfa þeir að geta leyst? Hvar og hvernig er hægt að nýta þá við leit og björgun? Hvað hefur breyst í straumvatnsbjörgun á íslandi, hvar við erum núna og hvert stefnum við? Farið verður yfir nokkrar aðgerðir og hvernig hópar hafa verið notaðir.