Páll Einarsson


Páll Einarsson

Páll Einarsson hefur stundað rannsóknir og kennslu í jarðvísindum við Háskóla Íslands í meira en fjóra áratugi, fyrst sem sérfræðingur á Raunvísindastofnun Háskólans og síðan prófessor. Rannsóknir hans hafa beinst að jarðskjálftum, jarðskorpuhreyfingum og virkni eldfjalla. Hann hefur tekið þátt í náttúruváreftirliti og mælingum tengdum flestum eldgosum og stærri skjálftum á Íslandi síðan 1970.

Langtíma- og skammtímaforboðar eldgosa og núverandi ástand eldfjalla á Íslandi

14 okt. 10:30 - 11:15

Páll fer yfir stöðu helstu eldfjalla á Íslandi og veltir upp sviðsmyndum um hvers megi vænta.