Rick Stanton


Rick Stanton

Richard William Stanton, MBE, er breskur borgaralegur hellakafari sem sérhæfir sig í björgunarstarfi með hellabjörgunarsamtökunum Cave Rescue Organization og breska hellabjörgunarráðinu, British Cave Rescue Council. Rick er frá Coventry og var áður slökkviliðsmaður hjá slökkviliði Vestur-Miðhéraðanna í 25 ár áður en hann lét af störfum. Rick nýtur viðurkenningar sem sérfræðingur í hellaköfun og árið 2012 var hann sæmdur orðu breska heimsveldisins.  Hann hefur tekið þátt í fjölmörgum hellabjörgunaraðgerðum, meðal annars þegar sex breskum hermönnum var bjargað 2004 eftir að hafa verið í sjálfheldu í átta daga í helli í Mexíkó sem vatn hafði flætt inn í. Árið 2018 gegndi hann lykilhlutverki í björgun unglinganna í fótboltaliðinu sem sat fast í Tham Luang hellunum. Rick og John Volanthen, samstarfsmaður hans í köfun,  voru fyrstir til að ná sambandi við liðið og tóku að sér forystu í velheppnuðu björgunaraðgerðunum sem fóru fram í kjölfarið.

Björgunin í Tham Luang hellunum

12 okt. 13:00 - 13:45

Fréttir af björgun taílenska fótboltaliðsins hlutu sannarlega mikla athygli í fjölmiðlum sumarið 2018. Þó ótrúlegt megi virðast tókst fjölmennu liði innfæddra og alþjóðlegra sérfræðinga hið ómögulega, að koma piltunum 12 og þjálfara þeirra aftur í faðm fjölskyldunnar. Þessi kynning er aðallega yfirlit yfir þá erfiðleika sem fólust í hellabjörguninni og hvernig heildarskipulagi var háttað.
Björguninn í Tham Luang hellunum - yfirlit um tæknileg atriði

13 okt. 13:00 - 13:45

Fréttir af björgun taílenska fótboltaliðsins hlutu sannarlega mikla athygli í fjölmiðlum sumarið 2018. Þó ótrúlegt megi virðast tókst fjölmennu liði innfæddra og alþjóðlegra sérfræðinga hið ómögulega, að koma piltunum 12 og þjálfara þeirra aftur í faðm fjölskyldunnar. Þessi kynning snýst aðallega um tæknileg atriði í tengslum við köfun í hellabjörguninni.