Robert Koester PhD


Robert Koester PhD

Robert J. Koester tók fyrst þátt í ráðstefnu um leitar- og björgunarstörf í Appalachia-héraði árið 1981 og síðan þá hefur hann komið að hundruðum leitaraðgerða. Hann er með meistaragráðu í líffræði (taugalíffræði) frá Virginíu-háskóla. Hann sinnir rannsóknum við Kingston-háskóla í London. Framlög hans til leitar- og björgunarmála eru m.a. mikilvægar rannsóknir á hegðun fólks sem hefur villst (með áherslu á vitglöp) og alþjóðlegur gagnagrunnur leitar- og björgunaraðstæðna (International Search and Rescue Incident Database, ISRID). Hann er stjórnandi af 1. gráðu í viðbragðsaðgerðum við neyðaraðstæðum, leiðbeinandi í neyðarstjórnunarstofnun Virginíu (til 15 ára), og hefur einnig unnið fyrir strandgæslu Bandaríkjanna, Geimferðastofnun Bandaríkjanna, þjóðgarðastofnun Bandaríkjanna (National Park Service) og alríkisstofnun fyrir stjórnun á neyðaraðstæðum (Federal Emergency Management Agency). Einnig er hann höfundur fjölmargra bóka og greina um leit og björgun. Hann hefur flutt fyrirlestra í Aruba, Ástralíu, Kanada, á Íslandi, Írlandi, í Nýja Sjálandi, Bretlandi og víðsvegar um Bandaríkin.

Umbætur á tölfræðilíkönum fyrir líkur á svæðum byggt á uppfærðu ISRID gagnasafni

12 okt. 15:00 - 15:45

Alþjóða gagnasafnið fyrir leit og björgun (ISRID) innihélt áður 50.000 tilvik sem var grundvöllur upplýsinga í bókinni um hegðun týndra (Lost Person Behavior). Aukin gagnasöfnun jók stærð ISRID í 145.000 tilvik. Þessi viðbót leiddi til nýrra gagnastaðla og nýs gagnasöfnunartækis, „Search and Rescue data Collection & Analysis Tool“ (SARCAT), til að bæta gæði gagna. Nýtt rúmlægt líkan sem kallast punkta líkanið (point model) var búið til og gefur líkurnar á að viðkomandi sé að finna innan 100 metra frá ÚPL eða áfangastað. Gagnsemi þess að sameina mismunandi rúmlæg líkön á borð við líkindahringina og fjarlægð frá ÚPL, eins og MapScore metur, hefur verið ákvarðað tölfræðilega marktækt. Margir nýir flokkar týndra eru skilgreindir, þ.m.t. margir byggðir á sviðsmyndum (læknisfræðilegar, út frá áverkum, grun um glæpsamlegt athæfi, snjóflóð o.s.frv.). Nýjir flokkar týndra verða kynntar. Einnig er að finna nánari greiningu á hegðun einhverfra. Greining á nýrri þróun í því að spá fyrir um rúmlæg líkindi þegar gögn vantar fyrir sviðsmyndir byggðar á tempruðu eða þurru loftslagi hafa verið ákvarðaðar. Viðbótargögn frá heimsskautasvæðum býður einnig upp á nýja innsýn. Nýju ISRID gögnin hafa einnig verið notuð til að ákvarða nákvæmari lífslíkur út að 95% þýðinu. Samþætting margra líkana saman ásamt tjáningu á líkum á árangri (LÁÁ/PSR) í FIND hugbúnaðinum verður rætt.
Leit á landi – líkur á fundi

13 okt. 11:00 - 11:45

Leitarfræði- leyfa leiðréttingastuðla til að leiðrétta fyrir tilteknar aðstæður (t.d. að næturlagi) sem geta haft áhrif á leitarsviðsgildi. Leitarfræði spáir fyrir um að þekja sé í hlutfalli við líkur á eftirtekt annað hvort með andhverfum þriðjuveldis ferli [inverse cube curve] eða veldisvísisfalli [exponential function]. Markmiðið er að ákvarða leiðréttingarstuðla í næturleit, notkun innrauðra sjónauka og sannreyna þekjuferilinn.
Skilvirkar leitarsviðstilraunir (Effective Sweep Width experiments) voru gerðar á sama stað með sama viðfang í miðlung sýnileika og fullorðins stærð bæði að degi jafnt sem á nóttu í skóglendi í tempruðu loftslagi. Viðbótar tilraunir skoðuðu áhrif eins, tveggja og þriggja leitarmanna í teymi. Einnig voru settar út vísbendingar á gönguleið í há- og lágsýnileika. Fólk í fatnaði með litlum sýnileika var notað þegar leitað var með innrauðum sjónaukum.
Við fundum út skilvirkt leitarsvið upp á 64 metra að degi til og 22 metra að næturlagi sem er leiðréttingarstuðull upp á 0,34 fyrir leitarviðföng í fullorðinsstærð. Vísbendingar í há- (100% vs 94%) og lág- (83% vs 43%) sýnileika voru sýnilegri að degi til miðað við að næturlagi (P<0.001). Leitarmenn með dauf vasaljós (<200 lux á einum metra) skiluðu árangri með leiðréttingarstuðli upp á 0.5. Notkun innrauðra sjónauka að næturlagi juku leitarsviðið upp í 68 metra. Tveir leitarmenn juku leitarsviðið um leiðréttingarstuðul upp á 1,3 en aftur á móti var ekki að sjá tölfræðilega aukningu með þremur leitarmönnum. Líkur á fundi á móti þekjuteikningu fyrir bæði dag og næturleit féll milli andhverfs þriðjuveldis ferlis [inverse cube curve] og veldisvísisfalls [exponential function]. Viðbótar tilraunir hafa verið gerðar til að rannsaka leiðréttingarferla frá bæði hefðbundinni myndavél jafnt sem innrauðri myndavél á flygildi. Leitarsviðsgildi og mikilvægir leiðréttingarstuðlar verða skoðaðir sem hefur áhrif á leitarmynstur. Þessi staka tilraun fyrir aðeins eina tegund leitarviðfangi sýndi að sjónleit er verulega takmörkuð þegar leitað er að nóttu til. Þekja að degi til virðist stemma við andhverfan þriðjuveldis feril á meðan þekja leitar að nóttu bendir til takmarkaðrar niðurstöðu. Notkun skilvirks leitarsviðs, leiðréttingastuðla og sannreyndra þekjuferla geta leitt til nákvæmara mati á líkum eftirtektar.