Carl Hamilton


Carl Hamilton

Carl Hamilton hefur verið félagi í NNPMRT í 32 ár, hann gekk til liðs við sveitina árið 1985 og hefur tekið þátt í hundruðum neyðaraðgerða, þ.m.t. umfangsmiklu aðgerðunum sem ráðist var í vegna Lockerbie-tilræðisins, en þær stóðu yfir í þrjár vikur.  Á þessum tíma hefur hann tekið þátt í fjallabjörgunaraðgerðum sem hluti af teymi, fyrir hönd síns svæðis og á landsvísu.   Hann hefur starfað með sveitinni í mörgum ólíkum hlutverkum, þar á meðal sem búnaðarstjóri, fulltrúi félagsmanna, aðstoðarstjórnandi og hópstjóri.

Hann býr að víðtækri þekkingu og reynslu af samhæfingu og stjórnun á leitar- og björgunaraðgerðum, þ.m.t. samhæfingu á aðgerðum sem fjöldi stofnana tók þátt í.  Hann hefur réttindi til að sinna fyrstu viðbrögðum á sjó og fékk einnig réttindi til að veita flóknari umönnun við fjallabjörgun (sem þá nefndist bráðatæknir í fjallabjörgun, MR Paramedic) árið 1990, og hélt þeim réttindum með því að endurnýja þau á tveggja ára fresti allt til ársins 2003.

Hann er stjórnarmaður og framkvæmdastjóri TCSR-miðstöðvarinnar, góðgerðastofnunar sem er skráð í Bretlandi. Hann hefur flutt kynningar á ráðstefnum og kennir námskeið um alla þætti færni til leitaraðferða og stjórnunar þeirra, bæði í Bretlandi og erlendis í m.a. stofnunum sem sinna strandgæslu, löggæslu, brunavörnum, björgunaraðgerðum, almannavörnum, fjallabjörgun og hjá Rauða krossinum.  Nýverið hefur hann tekið þátt í umfangsmikilli þjálfunaráætlun fyrir starfsfólk almannavarna og strandgæslu Írlands, sem snertir á öllum þáttum leitar að týndu fólki og stjórnunar leitaraðgerða.  Sem stendur vinnur Carl ásamt félögum sínum í TCSR og í samstarfi við Newcastle-háskóla að umfangsmiklu rannsóknarverkefni til að ákvarða skilvirkni dróna í leitaraðgerðum.

Það er honum enn mikil ánægja að gefa aftur til samfélagsins og hjálpa öðrum. Hann er giftur og á tíu ára dóttur, býr innan um lágu hæðirnar í Norðymbralandi í norðurhluta Englands og er kennari að atvinnu.

Æfingar í Northumberland

12 okt. 15:00 - 15:45

Exercise Northumberland var umfangsmikil æfing sem gerð var til að meta árangur af aðföngum til björgunar úr lofti og á jörðu niðri með hliðsjón af eldra verki frá 1987, O'Donnell kenningunni frá utanríkisráðuneyti Bretlands.  Ætlunin var að uppfæra þessar sögulegu niðurstöður á grundvelli núverandi nálgunar og aðferða til að leita á jörðu niðri og framfara í tækni sem nýta má til björgunar úr lofti.

Leitartækni á bæði upphafs- og millistigi aðgerða var nýtt bæði til leitar á jörðu niðri og úr lofti, þ.m.t. mönnuð fastvængja og þyrilvængja og fastvængja og þyrilvængja drónar.

Mat fór fram á árangri allra aðfanga sem nýtt voru til leitar.

Rætt verður um þær áskoranir og það skipulag sem slík æfing hefur í för með sér, árangri og skilvirkni allra aðfanga verður lýst og farið verður yfir rannsóknir sem áætlað er að fari fram á grundvelli niðurstaða æfingarinnar.
Leitir að næturlagi - ástæður, staðsetningar og hvernig hámarka má árangur

13 okt. 10:00 - 10:45

Í þessari kynningu verður leitast við að auka skilning á ástæðum þess að nauðsynlegt er að geta leitað að næturlagi.

Tekið verður til athugunar hvernig skilningarvit okkar virka, hvaða færni þarf til skilvirkrar leitar að næturlagi og einnig hvaða ferlar liggja þar að grundvelli.

? Litið á ástæður þess að færni til leitar að næturlagi er nauðsynlegur hluti af kunnáttu björgunarmanns

? Athugun á því hvert skuli senda björgunarfólk til leitar að næturlagi svo það komi að gagni, með hliðsjón af hegðun fólks sem hefur villst

? Útlistun á leitaraðferðum til árangursríkrar og skilvirkrar leitar að næturlagi

? Þróun á skilningi á skilningarvitum okkar til að hámarka árangur leitarfólks

? Litið á hvernig tækni sem er að koma fram gæti komið að gagni við leit að næturlagi