Pete Roberts


Pete Roberts

Pete Roberts hefur verið félagsmaður í fjallabjörgunarsveit þjóðgarðsins í Norðymbralandi (Northumberland National Park Mountain Rescue Team, NNPMRT) allt frá árinu 1973 og hann hefur verið hópstjóri hjá þeim tvisvar.  Á níunda áratugnum þróaði hann ásamt Dave Perkins kenninguna um hámarksdreifingu og gagnlegt flakk (Critical Separation and Purposeful Wandering), og nýlegar rannsóknir hafa tengt þessi hugtök við leitarfræði og leit á fyrsta viðbragðsstigi við neyðaraðstæður.

Árið 1998 stofnaði hann miðstöð til rannsókna á leitaraðgerðum (Centre for Search Research, TCSR), góðgerðarsamtök skráð í Bretlandi, hann hefur skrifað fjölda ritgerða í tengslum við björgunaraðgerðir og er höfundur breskrar rannsóknar á hegðun fólks sem hefur villst (UK Missing Person Behaviour Study). Allt þetta efni má finna á www.searchresearch.org.uk

Hann býr að víðtækri þekkingu og reynslu af stjórnun á leitar- og björgunaraðgerðum og er einn af eftirlitsmönnum NNPMRT. Hann hefur staðið fyrir kynningum um þessi efni á ráðstefnum fyrir leitar- og björgunarfólk víðs vegar um Bretland, Írland, Bandaríkin og Kanada.  Í TCSR geta sjálfboðasveitir og lögreglan setið námskeið um stjórnun leitaraðgerða og leitartækni á vettvangi og nýlega hefur miðstöðin tekið ríkan þátt í þjálfun starfsfólks almannavarna og strandgæslu Írlands í öllum þáttum sem snúa að leit að týndu fólki.  Sem stendur vinnur Pete ásamt félögum sínum í TCSR og í samstarfi við Newcastle-háskóla að umfangsmiklu rannsóknarverkefni til að ákvarða skilvirkni dróna í leitaraðgerðum.

Æfingar í Northumberland

12 okt. 15:00 - 15:45

Exercise Northumberland var umfangsmikil æfing sem gerð var til að meta árangur af aðföngum til björgunar úr lofti og á jörðu niðri með hliðsjón af eldra verki frá 1987, O'Donnell kenningunni frá utanríkisráðuneyti Bretlands.  Ætlunin var að uppfæra þessar sögulegu niðurstöður á grundvelli núverandi nálgunar og aðferða til að leita á jörðu niðri og framfara í tækni sem nýta má til björgunar úr lofti.

Leitartækni á bæði upphafs- og millistigi aðgerða var nýtt bæði til leitar á jörðu niðri og úr lofti, þ.m.t. mönnuð fastvængja og þyrilvængja og fastvængja og þyrilvængja drónar.

Mat fór fram á árangri allra aðfanga sem nýtt voru til leitar.

Rætt verður um þær áskoranir og það skipulag sem slík æfing hefur í för með sér, árangri og skilvirkni allra aðfanga verður lýst og farið verður yfir rannsóknir sem áætlað er að fari fram á grundvelli niðurstaða æfingarinnar.