Kirk Mauthner


Kirk Mauthner

Kirk Mauthner starfar sem IFMGA fjallaleiðsögumaður í Bresku-Kólumbíu í Kanada og er eigandi Basecamp Innovations Ltd sem veitir ráðgjöf og þjálfun á sviði björgunartækni með reipum um allan heim.  Basecamp Innovations Ltd er vel þekkt fyrir rannsóknir sínar og prófanir á björgunartækni með reipum og fjallamennsku, sem og framsækna hönnun og þróun á vörum til notkunar á þeim sviðum. Kirk er virkur þátttakandi í tækninefndum samtaka kanadískra fjallaleiðsögumanna (Association of Canadian Mountain Guides, ACMG), nefnd Bresku-Kólumbíu um björgun með reipum í óbyggðum (British Columbia Wildland Rope Rescue Committee), og einnig alþjóðlegra samtaka fjallabjörgunarfólks (ICAR), þar sem hann er nú varaformaður nefndar um björgun á jörðu niðri (Terrestrial Rescue Committee).

Helstu atriði nútíma björgunarreipakerfa með deildu álagi

13 okt. 09:00 - 09:45

Tvívirk reipakerfi með deildu álagi (Dual Capability Two-Tensioned Rope Systems, DCTTRS) teljast í síauknum mæli besta aðferðin við að nota reipi meðal framsækinna björgunarteyma í fremstu röð á alþjóðavísu. Á ráðstefnu alþjóðlegra samtaka fjallabjörgunarfólks (International Commission for Alpine Rescue, ICAR) árið 2017 í Andorra voru helstu hugtök DCTTRS samþykkt sem opinber tilmæli.  Þó að til séu margs konar tveggja reipa kerfi (tvö reipi, tvöfalt reipi, tvö eins reipi, tvívirk) verður í þessari kynningu farið yfir sum þeirra mikilvægu atriða sem einkenna DCTTRS. Í þessari kynningu eru einnig endurskoðuð nokkur meginatriði sem eiga við um aðgerðir.
Björgunartækni þar sem reipi eru notuð við björgun úr lofti með tvívirkum reipakerfum með deildu álagi

13 okt. 16:00 - 16:45

Björgunartækni með reipum, t.d. með tengilínum, getur komið að ómetanlegu gagni við að bregðast við tilteknum aðstæðum í björgunaraðgerðum.

Auðveldlega er hægt að beita meginreglum nútíma tvívirkra reipakerfa með deildu álagi á björgun úr lofti með reipum til að auka heildaröryggi slíkra aðgerða. Í þessari kynningu er farið yfir sum meginatriði og frammistöðuskilyrði sem gilda um notkun DCTTRS tækni við björgun úr lofti með reipum og einnig verða gefin dæmi um notkun þeirra við raunverulegar björgunaraðstæður.