John Snorri Sigurjónsson


John Snorri Sigurjónsson

John Snorri er fæddur árið 1973 og uppalinn í Ölfusi. Sveitamennskan var honum í blóð borin en hann hefur ávallt verið talinn eljusamur og duglegur. Í æsku var hann mikill íþróttagarpur sem seinna meir umbreyttist í mikinn áhuga á fjallaklifri. Hægt og bítandi varð hann þekktasta fjallageit Íslendinga þegar hann, fimm barna faðir, fór að klífa hvern þekkta tindinn af fætur öðrum. Fyrsta áfanganum var náð er hann náði hæsta tindi Alpana, Mont Blanc (4.808 metrar), árið 2011. Sex árum síðar hafði hann gengið einu hæstu og erfiðustu tinda heimsins þar á meðal Ama Dablam (6.812 metrar) árið 2015, Mount Elbrus (5.642 metrar) árið 2016 og árið 2017 þegar hann kleif tindana Lhotse (8.516 metrar), K2 (8.611 metrar) og Broad Peak (8.047) metrar, nú í ár bætti hann svo Matterhorn (4.478 metrar) í safnið. K2 er einn hættulegasti tindur jarðarinnar sem hefur tekið ófá líf fjallagarpanna en hann náði tindi þess og Broad Peak á 7 dögum. Hér var kominn til sögunnar fjallagarpur upp á sitt besta, bæði líkamlega og andlega. Spurningin er: Afhverju að helga og hætta lífi sínu á þennan máta?

John Snorri hefur ávallt talist vera náttúrubarn sem nýtir hverja stund aflögu í náttúru Íslands. Fjallaklifrið er áframhald þessa hugsunar sem gerir honum kleyft að einbeita sér algjörlega að einu verki og upplifa náttúruöflin á þeim skala sem fáir fá að njóta. Fjallaklifrið er því ekki aðeins til að fá nafn sitt í sögubækunnar heldur er það til að sigrast á eigin hömlum öðrum til eftirbreytni. Þetta er nýja takmarkið í lífi hans, að kenna fólki að mörk hugans og líkamans eru meiri en fólk almennt gerir sér grein fyrir. John Snorri er búsettur á Íslandi ásamt fimm börnum.

Háfjallamennska

13 okt. 15:00 - 15:45

Það eru margir sem eiga sér draum. Draum sem þeim langar að verði að veruleika. Kannastu við að halda þér innan marka og reyna minna á þig en þú í raun getur, fyllist ótta við þá tilhugsun að stíga skrefinu lengra? Heimurinn í dag er opinn upp á gátt og býður upp á marga möguleika. Hvernig nýtir þú tækifærin, freistastu til að vera innan marka, en að stíga skrefinu lengra til að ná þínu marki. Fyrirlesturinn fjallar um að mörk hugans og líkamans eru meiri en fólk almennt gerir sér grein fyrir, að setja markið lengra og þora að fylgja því eftir til enda.