Richard Smith


Richard Smith

Richard Smith býr að mikilli þekkingu eftir rúmlega 40 ára starf við björgunaraðgerðir og neyðarstjórnun. Á þeim 23 árum sem hann starfaði með lögreglunni í Kanada vítt og breitt um landið kom hann að björgunarstörfum á öllum stigum, bæði á vettvangi og við mótun stefnu og þjálfunarstaðla er varða björgunaraðgerðir. Richard starfaði í nokkur ár fyrir almannavarna- og neyðarstjórnunarstofnun Clearwater-héraðs og var einnig virkur félagsmaður Rocky Mountain House-björgunarsveitarinnar, Didsbury-björgunarsveitarinnar, Sundre-björgunarsveitarinnar og sjálfboðaliði í Nordegg-brunaliðssveitinni. Eftir störf sín í Clearwater-héraði vann Richard næstu fjögur árin fyrir heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna, í svæðisbundnum átakshópi í öryggismálum í suðausturhluta Flórída og sem öryggisráðgjafi í heimavarnarmálum á alríkisvísu. Árið 2012 gekk Richard til liðs við dómsmálaráðuneyti Alberta-fylkis til að sinna öryggismálum og gagnaöflun. Hann kennir á ýmiss konar námskeiðum, þar á meðal stjórnun við björgunarstörf (bæði í þéttbýli og í óbyggðum), stjórnunarkerfi við neyðaraðstæður og neyðarstjórnun. Richard nýtir þá miklu reynslu sem hann öðlaðist á vettvangi við björgunarstörf allt frá árinu 1977 og neyðarstjórnun, ásamt reynslu af óbyggðaferðum (þ.m.t. einn og óstuddur á afskekktum svæðum í Kanada) til að veita öðrum sérþekkingu sem er hagnýt, alhliða og viðeigandi fyrir afar ólíkar aðstæður. Richard er meðhöfundur fimm bóka um björgunarstörf, sú elsta var gefin út 1999. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga á héraðs- og landsvísu og verið fyrirlesari á mörgum alþjóðlegum og landsbundnum ráðstefnum.

Ákvarðanataka undir álagi við neyðaraðstæður

12 okt. 16:00 - 16:45

Stjórnendur björgunaraðgerða, hvernig takið þið ákvarðanir undir álagi við neyðaraðstæður? Hefur þú hæfni til að leggja mat á ákvarðanir þínar í björgunaraðgerðum hvað varðar verðleika þeirra og umfang frammi fyrir opinberri rannsóknarnefnd, dómstólum eða í einkamálaferlum? Stjórnendur björgunaraðgerða eru undir smásjá þar sem ákvarðanir þeirra eru grannskoðaðar. Ertu með ferli sem hægt er að verja og uppfyllir kröfur um umönnun og bestu starfsvenjur?Á fundinum verður fjallað um lærdóm sem stjórnendur og yfirmenn teyma geta öðlast og hvernig eigi að viðhalda stöðuvitund og kynna hagnýta nálgun hvað varðar ákvarðanir við stjórnun og stýringu. Kennslan er ætluð: Stjórnendum og yfirmönnum teyma.