Dr. James Rogers


Dr. James Rogers

Dr. James Rogers er aðstoðarprófessor við framhaldsnámsstofnun Syddansk Universitet. Áður var hann gestakennari við Oxford-háskóla og aðstoðarfyrirlesari við York-háskóla. James hefur starfað við drónatækni til notkunar í hernaðarskyni en veitir einnig stjórnvöldum, lögreglu og öryggisstofnunum reglulega ráðgjöf varðandi borgaralega notkun dróna.

Möguleikar sem felast í notkun dróna við björgunarstörf

12 okt. 14:00 - 14:45

Á undanförnum árum hafa drónar gegnt mikilvægu hlutverki í björgunarstarfi. Hitaskynjun, stöðuvitund, könnunarferðir og flutningar neyðarbirgða eru dæmi um hvernig sú tækni hefur gert hinn fyrrum kostnaðarsama hluta björgunarstarfa sem fer fram úr lofti aðgengilegan öllum. Þó er þetta aðeins upphafið. Að lokinni lýsingu á augljósum ávinningi og áhættu sem notkun dróna getur haft í för með sér verður í þessum fyrirlestri farið yfir hluta þeirrar mikilvægustu drónatækni sem er að verða til (bæði í lofti og neðansjávar) og útskýrt hvernig slík tækni mun líklega hafa áhrif á björgunarstörf á næstu árum. Þessi fyrirlestur er ætlaður sem inngangur að þessu mikilvæga umræðuefni.