Samúel Þorsteinsson


Samúel Þorsteinsson

Samúel er meðlimur í Björgunarfélagi Akraness. Hann hefur alltaf haft mikinn áhuga á útivist, og hann ásamt konu sinni og börnum þeirra reynir að sinna útivist eins oft og hægt er. Hann hefur starfað í björgunarsveit í nokkur ár og þó hann vilji helst vera alhliða björgunarmaður sem getur tekið þátt í sem flestum aðgerðum þá hefur fjallamennskan alltaf heillað hann mest. “Það er eitthvað við það að takast á við nýjar leiðir og áskoranir”. Fjallabjörgun er því eitthvað sem smellpassar inn í hans áhugasvið.

Grunnnám í fjallabjörgun, hvað býr þar að baki.

13 okt. 11:00 - 11:45

Fyrirlesturinn fjallar um grunnnámskeiðið í fjallabjörgun. Á hverju ári stendur Fjallabjörgunarsvið Björgunarskólans fyrir nokkrum grunnnámskeiðum í faginu. Markmið okkar er að þekkingunni sé dreift um landið og að sveitir í öllum héruðum hafi einhverja getu til að framkvæma björgun úr fjalllendi á öruggan máta.  Fjallabjörgun er sérhæfing sem krefst mikillar vinnu. Flóknar björgunaraðgerðir í fjallendi krefjast mikils mannskapar, búnaðar og oft þurfa björgunarsveitir að reiða sig á stuðningi annara sveita.  Hvernig verður þessi sérhæfing til?  Við hverju mega þátttakendur búast er þeir mæta á þetta námskeið og hvaða dyr opnar það fyrir þau?  Hversu mikilvægt er að þekkingunni sé dreift um landið og er þörf á frekari sérhæfingu.