Magnús Viðar Sigurðsson


Magnús Viðar Sigurðsson

Magnús Viðar gekk í Flugbjörgunarsveitina í Reykjavík 2009 eftir tveggja ára nýliðastarf með sveitinni. Strax frá inngöngu í Flugbjörgunarsveitina hefur Magnús lagt ríka áherslu á Fjallabjörgun og Fjallamennsku og hefur hann verið í Undanfarasveit F.B.S.R. frá 2011. Frá 2013 hefur Magnús verið starfandi kennari í Fjallabjörgun og Fjallamennsku við Björgunarskóla Landsbjargar og kennt slík námskeið víðsvegar á landinu. Magnús hefur komið að þróun og hugmyndavinnu við uppbyggingu á kennsluefni fyrir Fjallabjörgun með hópi annara kennara en sú vinna er í stöðugri þróun.

Grunnnám í fjallabjörgun, hvað býr þar að baki.

13 okt. 11:00 - 11:45

Fyrirlesturinn fjallar um grunnnámskeiðið í fjallabjörgun. Á hverju ári stendur Fjallabjörgunarsvið Björgunarskólans fyrir nokkrum grunnnámskeiðum í faginu. Markmið okkar er að þekkingunni sé dreift um landið og að sveitir í öllum héruðum hafi einhverja getu til að framkvæma björgun úr fjalllendi á öruggan máta.  Fjallabjörgun er sérhæfing sem krefst mikillar vinnu. Flóknar björgunaraðgerðir í fjallendi krefjast mikils mannskapar, búnaðar og oft þurfa björgunarsveitir að reiða sig á stuðningi annara sveita.  Hvernig verður þessi sérhæfing til?  Við hverju mega þátttakendur búast er þeir mæta á þetta námskeið og hvaða dyr opnar það fyrir þau?  Hversu mikilvægt er að þekkingunni sé dreift um landið og er þörf á frekari sérhæfingu.