Ari Arnórsson


Ari Arnórsson

Ari Arnórsson is stofnandi og framkvæmdastjóri Jakar ehf, framleiðanda Ísar ofurjeppans. Ari hefur fjölbreyttan bakgrunn í fjalla- og ævintýraferðamennsku, rallýmennsku og hönnun farartækja. Reynsla hans og þekking á sviði ferðamennsku á breyttum jeppum leiddi til þróunar og hönnunar á nýrri tegund farartækja sem er sérsniðin að æfintýraferðamennsku og leit og björgun. Ari leiðir teymi sérfræðinga sem saman búa að allri þeirri þekkingu sem þarf til að smíða séhæfð háhraða farartæki fyrir erfiðustu aðstæður og er fyrsta frumgerðin í prófunum.

Fljótari og ódýrari bjarganir með sérhæfðum farartækjum fyrir erfiðustu aðstæður

13 okt. 15:00 - 15:45

Björgunarsveitir á Íslandi glíma daglega við erfiðustu aðstæður þar sem komast þarf að þeim sem er í nauð og koma skjótt og örugglega til byggða. Björgunarsveitir búa að mikilli reynslu í breytingum á farartækjum og eru kröfuharðir viðskiptavinir. Á liðnum misserum hefur þrengst um valkosti í bílabreytingum. Kemur tvennt til. Annars vegar eru nýjir bílar orðnir flóknir, mikið um skynjara og tölvur sem leiðir til þess að breytingar hafa orðið mun dýrari en áður. Hins vegar eru takmarkanir á því hvað má gera miklar breytingar á bifreiðum vegna reglugerða.