Ólafur Jón Jónsson


Ólafur Jón Jónsson

Ólafur Jón Jónsson hóf þjálfun sem nýliði í Hjálparsveit skáta árið 2009 og gekk til liðs við sveitina sem fullgildur félagi árið 2011. Á ferli sínum hefur hann m.a. setið í stjórn sveitarinnar, verið stjórnandi í útkallshópum og setið í Fagráði SL í leitartækni. Hann hefur viðriðinn notkun dróna í starfi björgunarsveita frá árinu 2015 og er nú leiðbeinandi á námskeiðum um beitingu þeirra hjá Björgunarskóla SL.

Drónar í leit og björgun, hvar getum við bætt okkur?

13 okt. 09:00 - 09:45

Drónar koma sífellt meira við sögu í leitar- og björgunarstarfi hérlendis. Í dag eru drón í notkun hjá björgunarsveitum allt umhverfis landið og eykst notkun þeirra ört. En í þessum efnum sem öðrum er kapp best með forsjá og á þessum tímapunkti er hollt að staldra við og meta árangurinn sem náðst hefur. Margt bendir til þess að í heild sinni geti björgunarfólk gert betur og skilað vandaðri vinnu. Í fyrirlestrinum er farið yfir nokkur atriði sem hægt er að bæta og fella beint inn í útköll og æfingar.