Leit að fólki með Alzheimer/heilabilanir


Leit að fólki með Alzheimer/heilabilanir
10/12/2018
3:00 PM - 3:45 PM
Rima
Um fyrirlestur

Á heimsvísu er það daglegt brauð að fólk með Alzheimers og aðrar heilabilanir verða ráð- og áttavillt og reika burtu frá umönnunaraðilum sínum. Lögregla og björgunarsveitir eru oft kvaddar til leitar þegar óttast er um fólk í þessu ástandi. Tíðni þessara leita er að aukast en samt er algengt að þeir sem eru kvaddir til leitar vanmeti í hvaða hættu viðkomandi kann að vera. Í þessum fyrirlestri fær leitarfólk jafnt sem stjórnendur innsýn inn í hvaða upplýsinga þarf að afla og hvaða  hæfni við þurfum að afla okkur til að betur ráða við þessa tegund leita.

Fyrirlesarar