Eru vegirnir hættulegasti ferðmannastaðurinn?


Eru vegirnir hættulegasti ferðmannastaðurinn?

Um fyrirlestur
14/10/2018 09:30 - 10:15
Silfurberg B

Hamfarir hafa fylgt þjóðinni frá upphafi. Eldgos, skriðuföll, jarðskjálftar og óveður hafa valdið mörgum dauðsföllum í gegnum aldirnar. Með betri vöktun, viðvörunum og viðbrögðum hefur gengið betur að koma í veg fyrir alvarleg slys og dauðsföll. Viðbragðsáætlanir almannavarna hafa að mestu snúið að framangreyndum atriðum og frá því að fjölgun ferðamanna varð af þeirri stærðargráðu sem við þekkjum hafa ferðamannastaðir á þeim slóðum þar sem náttúruhamfarir eru yfirvofandi verið teknir með í áætlanir um viðbrögð. En er það rétt forgangsröðun? Fjöldi ferðamanna slasast alvarlega og lætur lífið á vegum landsins á hverju ári. Hvað væri gert ef þau slys væru af völdum náttúruhamfara? Væri ekki öllum steinum snúið? Í erindi sínu mun Víðir velta fyrir sér hópslysum og „næstum“ slysum síðustu ára og skoða hvort og þá hvar við séum undirbúin. Hver er lærdómurinn og erum við að gera allt sem hægt er til að takast á við þessa ógn og er verið að gera allt til að koma í veg fyrir slysin?

Fyrirlesarar