Að lifa björgunina af


Að lifa björgunina af
10/13/2018
2:00 PM - 2:45 PM
Silfurberg B
Um fyrirlestur

120 björgunaraðilar frá fimm hjálparsveitum reyndu að bjarga fjallgöngumanni sem datt að vetri til. Einnig þurfti að bjarga nokkrum af björgunaraðilunum. Fjallgöngumaðurinn (ég) dó tvisvar á meðan björgunaraðgerðir stóðu yfir.
Kynningin er fyrirlestur og glærusýning um björgunaraðgerðir að vetri til þar sem hefði átt að nota þyrlu en var ekki gert. Þetta varð til þess að bera þurfti hinn slasaða um fjalllendi í 8 klst. Sagan er sögð frá sjónarhorni fjallgöngumannsins. Ég er fjallgöngumaður sem datt fram af 45 metra háum kletti en festist þegar ég var kominn hálfa leið niður. Ég slasaðist mjög mikið: sex brotnir hryggjarliðir, opin brot á mjaðmarblaði, brot á mjaðmagrind, handleggsbrot, brot á bringubeini, rifbeinum, andliti, tönnum, loftbrjóst o.fl. Það var metið sem svo að um líkflutning væri að ræða og því ekki notast við björgunaraðgerðir úr lofti, en öllum að óvörum var ég á lífi þó tæpt stæði. Ég var meira að segja með meðvitund allan tímann sem björgunaraðgerðir stóðu yfir. Ég sneri aftur til að þjálfa björgunarfólkið og varð þetta til þess að fjöldi breytinga var gerður á verklagi björgunar hjá viðkomandi björgunarsveitum.

Fyrirlesarar