DJI - rannsókn í tengslum við leitar- og björgunaraðgerðir


DJI - rannsókn í tengslum við leitar- og björgunaraðgerðir
10/12/2018
4:00 PM - 4:45 PM
Silfurberg A
Um fyrirlestur

Í kynningu Romeos verður lögð áhersla á tvo þætti, í fyrsta lagi á rannsóknina sem DJI og EENA (European Emergency Number Association) gerðu sumarið 2018 til að mæla áhrif dróna í leitar- og björgunaraðgerðum. Ræddar verða niðurstöður þeirrar rannsóknar, sem og þau viðfangsefni og áherslur sem fjallað var um í henni. Í öðru lagi verður litið á núverandi stöðu að því er varðar lausnir sem eru mögulegar með vél- og hugbúnaði og hvaða lærdómur hefur verið dreginn af framkvæmd áætlunarinnar um ómönnuð loftför, notkun þeirra og aukið mikilvægi í leitar- og björgunaraðgerðum. Romeo mun miðla hugmyndum um núverandi lausnir og framtíðarlausnir og þann lærdóm sem hefur áunnist á vettvangi.

Fyrirlesarar