Mannúðaraðstoð flota og landgönguliðs Bandaríkjanna


Mannúðaraðstoð flota og landgönguliðs Bandaríkjanna

Um fyrirlestur
13/10/2018 13:00 - 13:45
Silfurberg A

Mannúðaraðstoð/stórslysaaðstoð flota og landgönguliðs Bandaríkjanna. Í þessari kynningu verður stutt yfirlit yfir mannúðar- og stórslysaaðstoð flota og landgönguliðs Bandaríkjanna (United States Navy and Marine Corps Humanitarian Assistance/Disaster Relief, HADR), og getu þeirra til leitar og björgunar.  Þegar stórslys eiga sér stað finnur bandaríska þjóðin hjá sér hvöt til að bregðast við mannlegri þjáningu, og því bjóða floti og landgöngulið Bandaríkjanna fram krafta sína og sérhæfingu til að veita tafarlaust hjálpargögn og aðstoð.  Floti og landgöngulið Bandaríkjanna eru vel í stakk búin til að veita mannúðar- og stórslysaaðstoð og sinna leitar- og björgunaraðgerðum því framvarðasveitir flotans eru oft í námunda við slysasvæði og geta brugðist skjótt við.  Í þessu yfirliti verður farið yfir fjögur ólík stórslys sem áttu sér stað í Asíu/á Kyrrahafi á árunum 2011 til 2015 og eru lýsandi fyrir það sem flotinn og landgönguliðið geta gert þegar kemur að því að veita aðstoð til að bjarga mannslífum og draga úr þjáningum.  Þetta eru aðeins lítil sýnishorn af því sem floti og landgöngulið Bandaríkjanna geta lagt af mörkum og á aðeins við um eitt landfræðilegt svæði – en þau sýna hvaða hlutverki floti og landgöngulið Bandaríkjanna geta gegnt um allan heim.

Fyrirlesarar