Umbætur á tölfræðilíkönum fyrir líkur á svæðum byggt á uppfærðu ISRID gagnasafni


Umbætur á tölfræðilíkönum fyrir líkur á svæðum byggt á uppfærðu ISRID gagnasafni

Um fyrirlestur
12/10/2018 15:00 - 15:45
Silfurberg A

Alþjóða gagnasafnið fyrir leit og björgun (ISRID) innihélt áður 50.000 tilvik sem var grundvöllur upplýsinga í bókinni um hegðun týndra (Lost Person Behavior). Aukin gagnasöfnun jók stærð ISRID í 145.000 tilvik. Þessi viðbót leiddi til nýrra gagnastaðla og nýs gagnasöfnunartækis, „Search and Rescue data Collection & Analysis Tool“ (SARCAT), til að bæta gæði gagna. Nýtt rúmlægt líkan sem kallast punkta líkanið (point model) var búið til og gefur líkurnar á að viðkomandi sé að finna innan 100 metra frá ÚPL eða áfangastað. Gagnsemi þess að sameina mismunandi rúmlæg líkön á borð við líkindahringina og fjarlægð frá ÚPL, eins og MapScore metur, hefur verið ákvarðað tölfræðilega marktækt. Margir nýir flokkar týndra eru skilgreindir, þ.m.t. margir byggðir á sviðsmyndum (læknisfræðilegar, út frá áverkum, grun um glæpsamlegt athæfi, snjóflóð o.s.frv.). Nýjir flokkar týndra verða kynntar. Einnig er að finna nánari greiningu á hegðun einhverfra. Greining á nýrri þróun í því að spá fyrir um rúmlæg líkindi þegar gögn vantar fyrir sviðsmyndir byggðar á tempruðu eða þurru loftslagi hafa verið ákvarðaðar. Viðbótargögn frá heimsskautasvæðum býður einnig upp á nýja innsýn. Nýju ISRID gögnin hafa einnig verið notuð til að ákvarða nákvæmari lífslíkur út að 95% þýðinu. Samþætting margra líkana saman ásamt tjáningu á líkum á árangri (LÁÁ/PSR) í FIND hugbúnaðinum verður rætt.

Fyrirlesarar