Björgun á Snæfellsnesi - hin hliðin


Björgun á Snæfellsnesi - hin hliðin

Um fyrirlestur
14/10/2018 09:30 - 10:15
Silfurberg A

Daði Rúnar mun segja frá því hvernig þeir frændur villtust á fjöllum við Slitvindastaði á Snæfellsnes þegar þeir voru við veiðar á svæði sem þeir þekktu vel. Veðrið hafði verið gott en fór að versna um hádegi þennan örlagaríka dag og ákváðu þeir frændur fljótlega upp úr hádegi að koma sér rólega niður af fjallinu. Þeir höfðu verið að veiða á sömu slóðum árinu áður og daginn áður höfðu þeir verið rétt rúmlega klukkutíma að ganga niður frá sama veiðisvæði. Áður en þeir vissu af voru þeir villtir í svarta þoku, veðrið að versna og stutt í myrkur. Fjallið er bratt og því ekki hægt að komast niður hvar sem er. Þeir reyna því að hringja eftir aðstoð en símarnir slökktu á sér vegna kulda og þegar þeir ná að kveikja á öðrum símanum aftur var ekkert símasamband. Þeir voru þreyttir eftir daginn en gengu fram yfir myrkur og þurftu að nota höfuðljós til að koma sér fyrir undir steini í ca. 600 metra hæð en talið er að hitastigið hafi verið 0-5 gráður yfir nóttina með mikilli vindkælingu og rigningu. Hvað hugsa menn í þessum aðstæðum, hver er lærdómurinn og hvernig er lífið eftir björgun er meðal þess sem hann mun fara yfir í þessum fyrirlestri.

Fyrirlesarar