Útkall á Grímsfjall 2018


Útkall á Grímsfjall 2018
10/13/2018
10:00 AM - 10:45 AM
Kaldalón
Um fyrirlestur

Fjallað verður um Útkall á Grímsfjalli þar sem neyðarsendir fór í gang á jökli.Í útkallinu var mikil óvissa á ferðinni og veður og fjarskiptmál voru ekki að hjálpa.  Hópar voru sendir á jökulinn frá þremur áttum til að tryggja besta viðbragð. Aðgerðin stigmagnaðist eftir því sem fleiri upplýsingar bárust. Öll sú vinna sem unnin var í aðgerðarstjórn miðaðist út frá því að afla sem ítarlegustu upplýsinga fyrir björgunarmenn svo þeir gætu farið sem öruggast um svæðið. Þrátt fyrir mikla pressu á aðgerðarstjórn þá hélt hún sínu striki og lét ekki slá sig út af laginu. Það er samróma álit þeirra sem að þessari aðgerð komu að þarna var unnið eftir handriti sem búið er að vera í þróun í all langan tíma. Vinnubröðin voru til fyrirmyndar sem skilaði því að tveimur mannslífum var bjargað og komu heim með okkur þessa nótt.

Fyrirlesarar