Grunnnám í fjallabjörgun, hvað býr þar að baki.


Grunnnám í fjallabjörgun, hvað býr þar að baki.
10/13/2018
11:00 AM - 11:45 AM
Silfurberg B
Um fyrirlestur

Fyrirlesturinn fjallar um grunnnámskeiðið í fjallabjörgun. Á hverju ári stendur Fjallabjörgunarsvið Björgunarskólans fyrir nokkrum grunnnámskeiðum í faginu. Markmið okkar er að þekkingunni sé dreift um landið og að sveitir í öllum héruðum hafi einhverja getu til að framkvæma björgun úr fjalllendi á öruggan máta.  Fjallabjörgun er sérhæfing sem krefst mikillar vinnu. Flóknar björgunaraðgerðir í fjallendi krefjast mikils mannskapar, búnaðar og oft þurfa björgunarsveitir að reiða sig á stuðningi annara sveita.  Hvernig verður þessi sérhæfing til?  Við hverju mega þátttakendur búast er þeir mæta á þetta námskeið og hvaða dyr opnar það fyrir þau?  Hversu mikilvægt er að þekkingunni sé dreift um landið og er þörf á frekari sérhæfingu. 

Fyrirlesarar