Fjarstýrðar VHF-Tetra gáttir


Fjarstýrðar VHF-Tetra gáttir
10/14/2018
11:30 AM - 12:15 PM
Rima
Um fyrirlestur

Frá því björgunarsveitir hófu formlega notkun á Tetra fjarskiptakerfinu 2007 hefur notkun eldra fjarskiptakerfis VHF haldið áfram en þó í mun minna mæli. Tetra kerfið hefur gert samstarf viðbragðsaðila mun markvissara en áður hefur verið og óhætt er að segja að það hafi aldrei verið betra. Félagið hefur skilgreint Tetra kerfið sem sitt aðal fjarskiptakerfi en jafnframt unnið að viðhaldi VHF endurvarpakerfi félagsins.
Frá því félagið byrjaði í Tetra kerfinu hafa VHF fjarskipti verið tengjanleg inn í Tetra kerfið í gegnum VHF-Tetra gáttir með því markmiði að tryggja stjórnkerfinu betri yfirsýn af vettvangi þar sem VHF fjarskipti eru líka notuð. Slíkur búnaður hefur verið stýrður þannig að handvirkt þarf að gera þær breytingar sem við á hverju sinni af staðnum sem gáttin er á.
Á þessum fyrirlestri verður sýnd lausn sem gefur möguleika á að stýra gátt úr fjarlægð með textaboðum úr Tetra talstöð yfir í gáttina. Með þessari aðferð mætti því stýra rásarvali og sendistyrk auk þess að geta kveikt og slökkt á gáttun. Einn af þessu kostum er að geta haft slökkt á gáttun dags daglega en geta kveikt þegar upp koma þær aðstæður að menn vilja geta átt samskiptin í gegnum endurvarparásir á vettvangi. Með því móti er sjaldnar gáttað og hægt að velja tilfellin betur.
Hér er verið að sýna þróaða útgáfu af gátt en áður en slík lausn gæti orðið að veruleika í starfi björgunarsveita þarf að skilgreina vel hvernig hún skal notuð, hver hefði heimild til að virkja hana og síðast en ekki síst að til sé samkomulag við rekstraraðila Tetra kerfisins.Verkefnið er því enn tilraunaverkefni og hvað framtíðin mun bera í skauti sér á svo eftir að koma í ljós.

Fyrirlesarar