Fjöldahjálparkerrur Rauða krossins


Fjöldahjálparkerrur Rauða krossins

Um fyrirlestur
14/10/2018 09:30 - 10:15
Rima

Rauði krossinn á Íslandi leiðir fjöldahjálp og sálfélagslegt hjálparstarf í skipulagi almannavarna á Íslandi. Félagið hóf vinnu við eflingu á neyðarbúnaði um allt land árið 2015. Ný fjöldahjálparkerra Rauða krossins er liður í straumlínulögun og aukinni fagmennsku félagsins á landsvísu. Kerrurnar hafa verið staðsettar þar sem reynslan sýnir að fjöldahjálparstöðvar séu reglulega opnaðar. Sumar þeirra eru í alfaraleið svo einfalt sé að flytja þær á milli landshluta þegar þörf krefur.

Kerran inniheldur allan mikilvægasta búnað til að starfrækja fjöldahjálparstöð, en hann samanstendur af beddum, teppum, öryggisbúnaði, hreinlætisvörum, rafstöð, snarli, vatnsbrúsum, skyndihjálparbúnaði, verkfærum, slökkvitæki og vörum fyrir konur og börn. Í undirbúningi er að koma fyrir samskiptabúnaði í kerrunum svo sem þráðlausu Neti og hleðslustöðvum fyrir farsíma.

20 kerrur hafa verið útbúnar og von er á fleirum í samstarfi við ISAVIA.

Fyrirlesarar