Jón Haukur Steingrímsson


Jón Haukur Steingrímsson

Jón Haukur jarðverkfræðingur hjá verkfræðistofunni Eflu hefur frá fyrsta eldgosinu í Fagradalsfjalli vorið 2021 verið lykilaðili í hönnun og stýringu verklegra framkvæmda til að tryggja viðbragðsaðilum aðgengi að eldstöðvunum. Jón Haukur hefur verið félagi í Hjálparsveit Skáta í á fjórða áratug og hefur sú reynsla hans nýst afar vel í verkefnum hans við eldstöðvarnar.

Date unspecified
Location unspecified

Mikil ásókn ferðafólks að eldgosunum í Fagradalsfjalli var krefjandi fyrir viðbragðsaðila en markviss stýring aðgengis og hönnun öruggra aðkomuleiða var lykilatriði í því að tryggja öryggi ferðafólks. Verkefni Jóns Hauks breyttust umtalsvert þegar eldvirknin færðist nær Grindavík og hefur Jón Haukur verið leiðandi í verklegum framkvæmdum á svæðinu síðustu mánuði. Jón Haukur mun fjalla um atburðina við Grindavík út frá öryggi og aðgengi.