Landsbjörg notar vefkökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.
Nánar um vefkökunotkun
Go to navigation .
Þegar umbrotin í Bárðarbungu hófust síðsumars 2014 fór í gang ein umfangsmesta aðgerð almannavarna hin síðari ár. Eldgosið í Holuhrauni stóð frá lokum ágúst til loka febrúar. Á þessum tíma voru margar ákvarðanir teknar, sumar umdeildar og aðrar augljósar. Í þessum fyrirlestri mun Víðir Reynisson, þáverandi deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, fara yfir ferli ákvarðana á efri stigum stjórnkerfisins, hvað lá að baki, hverjir koma að slíkum ákvörðunum og hvaða afleiðingar þær höfðu. Miklum fjármunum var varið í aðgerðirnar, hvernig voru ákvarðanir um ráðstöfun þeirra teknar og hvernig var eftirlit með því háttað? Getum við lært eitthvað að þessari aðgerð og ætti að breyta einhverju í verkferlum?