Andrew McIntyre


Andrew McIntyre

Andrew McIntyre starfar sem slökkviliðsmaður hjá slökkviliðinu í Norristown, Montgomery-sýslu, í Pennsylvaníu-ríki í Bandaríkjunum. Hann gerðist slökkviliðsmaður árið 2002 og sinnir um þessar mundir sjálfboðavinnu hjá slökkviliði Plymouth sem einnig er í Montgomery-sýslu í Pennsylvaníu. Hann er yfirmaður björgunarteymis í þéttbýlisbjörgunarsveit Montgomery-sýslu, Pennsylvaníu, þar sem hann einbeitir sér að vatna- og rústabjörgun. Hann kennir slökkvistarf í þröngu rými í slökkviliðsskóla Pennsylvaníu-ríkis, með sérhæfingu í tæknilegum björgunarkerfum, og er jafnframt leiðbeinandi hjá fiskveiða- og skipanefnd ríkisins, þar sem hann sér um námskeið í tæknilegum atriðum straumvatnsbjörgunar fyrir stjórnendur báta og björgunarsundfólk. Andrew er einnig tæknimaður og leiðbeinandi í björgun fyrir Med-Tex Services, Inc. og fyrrum hermaður landgönguliðs flota Bandaríkjanna. 

Umhugsunarefni fyrir björgunarteymi á bátum í straumvatni i þéttbýli

14 okt. 11:30 - 12:15

Margir björgunarmenn eru hæfir til að sinna vatnabjörgun í vötnum, fljótum, ám og auðum sjó.  Þegar um er að ræða flóð í þéttbýli eru björgunaraðstæður aðrar. Þessi fræðsla veitir innsýn í leiðir til að lágmarka hættu af völdum náttúru og manna og auka þannig öryggi. Farið er yfir aðstæður á lægsta til hæsta hættustigi og þær björgunaraðferðir sem hafa reynst best við þær aðstæður. Víða er möguleiki á flóðum en þegar stóri stormurinn skellur á eru margir ekki undir það búnir.  Þessi fræðsla fjallar um fljótandi farartæki (stýrt með stýrisstöng eða mælaborði), knúið með innanborðs-utanborðsmótor, skipulag aðgerða á frumstigum, hættur sem kunna að skapast (skilti, girðingar, ökutæki o.s.frv.), kraft vatnflaums, áhættumat á umhverfinu, kortagerð, djúpsjávarfarartæki og fleira. Fræðslan hentar sérlega vel fyrir áhöfn báta, sér í lagi fyrir stjórnendur og björgunarsundfólk.