Troy Roesti


Troy Roesti

Roesti undirofursti gekk í varalið landgönguliðsins 1992 og gegndi þar þjónustu í tvö ár sem óbreyttur talstöðvarmaður í stuðningsundirfylki 1. herfylkis 24. hersveitar landgönguliðsins. Á þeim tíma sem hann var í varaliðinu stýrði hann fjölda eftirlitsaðgerða til eiturlyfjavarna til stuðnings við sameinaða 6. átakshópinn gegn eiturlyfjum og hryðjuverkum (Joint Task Force-Six).  Árið 1994 hlaut hann skipunarbréf að loknu liðsforingjanámi og lauk einnig sérhæfingu sem fótgönguliði að loknum grunn- og liðsforingjanámskeiðum fótgönguliða.  Í tvö ár var hann yfirmaður flokksdeildar fótgönguliða í 3. herfylki 6. hersveitar landgönguliðsins (á japönsku eyjunum Okinawa og Hokkaido og í Panama).  Frá 1997–2000 starfaði hann í skóla landgönguliðsins fyrir fótgöngulið sem yfirmaður þjálfunar fótgönguliða og bardagaþjálfunar fyrir landgönguliða og fékk svo flutning í flugdeild flotans í júní 2000.  Að lokinni flugþjálfun í AV-8B varaflugsveit flotans var hann stjórnandi öryggismála og stöðlunar í 513. flugsveit landgönguliðsins, gegndi skyldum sem yfirmaður viðhalds flugvéla í 311. flugsveit landgönguliðsins (í Japan), yfirmaður 371. flugsveitarinnar, stuðningssveitar landgönguliðsins (í Írak), flugumsjónarmaður og yfirmaður 214. flugsveitar landgönguliðsins (í Afganistan) og sveitarstjóri í höfuðstöðvum 13. flugsveitar landgönguliðsins.  Á vettvangi gegndi hann síðast stöðu yfirmanns 31. utanlandssveitar landgönguliðsins og stýrði fjölmörgum æfingum á sviði samstarfsaðgerða víða á Asíu/Kyrrahafssvæðinu.  Árið 2014 fékk hann þjálfun til að stýra ráðgjafasveit í Herháskólanum í Fort Leavenworth (University of Foreign Military and Cultural Studies).  Að því loknu var hann skipaður í stefnumótunarhóp í hernaðaráætlanagerð þar sem hann var greinandi og stjórnandi ráðgjafasveitar í höfuðstöðvum landgönguliðs Bandaríkjanna í Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna.  Í því starfi gat hann á óháðan hátt kannað í þaula þá möguleika sem eru í boði með fyrir áætlanagerð, aðgerðir, hugtök og stofnanir er varða allan heraflann, í samhengi við umhverfi aðgerða og frá sjónarhóli samstarfsaðila, fjandmanna og annarra.  Roesti undirofursti er nú yfirmaður skipulagningar heræfinga hjá NATO og á sviði heræfinga á Norðurlöndunum fyrir herafla landgönguliðs Bandaríkjanna í Evrópu.

Mannúðaraðstoð flota og landgönguliðs Bandaríkjanna

13 okt. 13:00 - 13:45

Mannúðaraðstoð/stórslysaaðstoð flota og landgönguliðs Bandaríkjanna. Í þessari kynningu verður stutt yfirlit yfir mannúðar- og stórslysaaðstoð flota og landgönguliðs Bandaríkjanna (United States Navy and Marine Corps Humanitarian Assistance/Disaster Relief, HADR), og getu þeirra til leitar og björgunar.  Þegar stórslys eiga sér stað finnur bandaríska þjóðin hjá sér hvöt til að bregðast við mannlegri þjáningu, og því bjóða floti og landgöngulið Bandaríkjanna fram krafta sína og sérhæfingu til að veita tafarlaust hjálpargögn og aðstoð.  Floti og landgöngulið Bandaríkjanna eru vel í stakk búin til að veita mannúðar- og stórslysaaðstoð og sinna leitar- og björgunaraðgerðum því framvarðasveitir flotans eru oft í námunda við slysasvæði og geta brugðist skjótt við.  Í þessu yfirliti verður farið yfir fjögur ólík stórslys sem áttu sér stað í Asíu/á Kyrrahafi á árunum 2011 til 2015 og eru lýsandi fyrir það sem flotinn og landgönguliðið geta gert þegar kemur að því að veita aðstoð til að bjarga mannslífum og draga úr þjáningum.  Þetta eru aðeins lítil sýnishorn af því sem floti og landgöngulið Bandaríkjanna geta lagt af mörkum og á aðeins við um eitt landfræðilegt svæði – en þau sýna hvaða hlutverki floti og landgöngulið Bandaríkjanna geta gegnt um allan heim.