Snjallari leit og björgun: Þekkingaryfirfærsla og meðferð vísbendinga


Snjallari leit og björgun: Þekkingaryfirfærsla og meðferð vísbendinga

Um fyrirlestur
12/10/2018 16:00 - 16:45
Silfurberg B

Leitarstjórnendur (viðbragðsstjórnendur, stjórnendur áætlanagerðar, stjórnendur aðgerða) þurfa í sífellu að bregðast við ofgnótt upplýsinga, umfram það sem eðlileg mannleg úrvinnslugeta ræður við. Þeir þurfa að muna að framkvæma ótal mikilvægar aðgerðir, taka saman og greina flóknar leitaráætlanir, og þeir þurfa að tileinka sér víðtækt og nákvæmt næmi á aðstæður á hinum ýmsu stigum leitaraðgerða.
Á þessum fundi verður lýst þremur aðferðum sem við höfum þróað til að hjálpa til við að takast á við ofgnótt upplýsinga. (1) Undirbúningsáætlanir um leit og björgun – fyrir leitarsvæði þar sem við sinnum ítrekað útköllum, (2) Flýtileiðbeiningar um leit og björgun – samantektir á upplýsingum um stjórnun leitar- og björgunaraðgerða, aðgengilegar á farsímum, og (3) Meðhöndlun vísbendinga – formlegar og staðlaðar aðferðalýsingar á meðhöndlun vísbendinga fyrir leitarflokka og leitarstjórnendur.

Fyrirlesarar