Mannlegi þátturinn og snjóflóð, fjórða breytan


Mannlegi þátturinn og snjóflóð, fjórða breytan

Um fyrirlestur
15/10/2016 10:00 - 10:45
Silfurberg B

Fyrirlesturinn fjallar hvernig sál-, fél- og hugfræðilegir þættir hafa áhrif á ákvarðanatöku og þar af leiðandi hegðun í kritískum snjóflóðaaðstæðum.

Fjallað verður um áhættusækni, hugsanavillur, hæfni okkar til að draga ályktanir, viðhorf, skynjun, samskipti, hvernig athafnir eru afleiðingar af ákvörðunum og fleira. Þá verða einnig kynntar nokkrar leiðir til að minnka áhrif mannlega þáttarins í ferðamennsku að vetri til. Fyrirlestrinum er þó fyrst og fremst ætlað að fá fólk til þess að þekkja hugsanavillur sem við gerum, beita gagnrýninni hugsun þegar ferðast er á hugsanlegu hættusvæði og vera meðvitað um eigin hugsanir.

Fyrirlesturinn ætti að vera gagnlegur öllum þeim sem stunda ferðamennsku að vetri til en einnig viðbragðsaðilum sem vinna á vettvangi í fjalllendi og svæðisstjórnum.

Fyrirlesarar