Hátíðarkvöldverður


Hátíðarkvöldverður ráðstefnunnar verður snæddur á laugardagskvöldið á veitingastaðnum Lava við Bláa lónið. Hægt er að slá tvær flugur í einu höggi og skella sér í lónið fyrir hátíðarkvöldverðinn.

Þeir sem ætla að njóta Blá lónsins geta tekið rútu frá Marina Hotel og Hotel Natura klukkan  17:30. Önnur rúta fer klukkan 19:00 fyrir þá sem ekki ætla að baða sig.

Ráðstefnugestir sem ætla í hátíðarkvöldverðinn velja Silfur-pakkann þegar þeir skrá sig á ráðstefnuna en hann felur í sér þriggja rétta máltíð, fordrykk, aðgang að lóninu og rútuferðir báðar leiðir.

Gestir ráðstefnunnar geta tekið maka sinn með í hátíðarkvöldverðinn. Það nægir að skrá þá og greiða fyrir þá á ráðstefnunni sjálfri.