Þetta verður ógleymanlegur viðburður. Kvöldverður í undirdjúpunum með hvali í raunverulegum stærðum yfir gestum. Hvalasýningin samanstendur af 23 hvalalíkönum af hinum ýmsu hvalategundum sem fundist hafa í Íslensku hafi.



Það má með sanni segja að hér sé samankomin ein öflugasta kokkasveit landsins, enda hafa kokkar Nomy komið víða við á sínum ferli. Þeir hafa til dæmis verið meðlimir, þjálfarar og fyrirliðar Kokkalandsliðsins, keppt í innlendum og alþjóðlegum matreiðslukeppnum með eftirtektarverðum árangri. Þeir hafa líka farið víða sem gestakokkar á erlendri grundu til að kynna íslenskt hráefni. Gestir kvöldsins fá aldeilis simfóníu fyrir bragðlaukana.
Á matseðli kvöldsins
Nautalund “tataki style“, rucola pesto, furuhnetur, parmesan ostur
Grillaðar Nobashi rækjur með ponzu mayo, stökkum hvítlauk, kóríander og chili
Rísottó krókettur með villisveppum, mozzarella osti og bökuðu hvítlauks aioli með steinselju
Halloumi grillostaspjót í hunangs-bbq með hnetum og kryddjurtum
Sesam kramarhús með bleikjutartar, dill, avókadókrem, gúrka, granatepli
Humarsalat með sellerí- og sítruskremi í seljurtótartaco með kryddjurtum
Glóðaður lax með miso bbq, stökkri svartrót og karsa
Djúsí andalæraconfit með beikoni, döðlum og appelsínuzest
Reykt andabringa með maraschino kirsuberi, kryddbrauði og kryddjurtum
Grillaður kálfahryggvöðvi, villisveppakrem, stökkar kartöflur og graslaukur
Lambalundir með NOMY bernaise
Sætir bitar
Tanariva mjólkursúkkulaði brownies með saltkaramelluganache og jarðarberi
Súkkulaðitruffla með blóðappelsínuganache og hnetupralín
Súkkulaðihjúpaður brómberjamarengs með lakkrís á marsipanbotni