Marcel Rodriguez


Marcel Rodriguez

Marcel Rodriguez er sjálfboðaliði í björgunarsveit og stjórnandi teymis sem sinnir björgunarstörfum með reipum í björgunarsamtökum norðvesturhluta N-Ameríku í Portland í Oregon og meðlimur í Björgunarsveitinni Suđurnes í Keflavík. Marcel er menntaður bráðaliði og með réttindi sem bráðaliði í óbyggðum frá National Outdoor Leadership School í Bandaríkjunum, og einnig leiðbeinandi í reipatækni í björgunaraðgerðum hjá Rescue3. Þegar hann er ekki að sinna kennslu eða björgunaraðgerðum starfar Marcel við samruna og yfirtöku hjá alþjóðlegu hugbúnaðarfyrirtæki.

Að viðhalda hæfni sem sjálfboðasveit á sviði björgunartækni

13 okt. 10:00 - 10:45

Viðhald á hæfni sem sjálfboðasveit á sviði björgunartækni - Flestar sveitir takast á við afar ólík viðfangsefni og þær verða að viðhalda hæfni sinni á fjölmörgum tæknisviðum. Í ljósi alls þess tíma sem björgunarsveitarmaður þarf að verja til að sinna ólíkum atriðum, hvernig geta þá sjálfboðasveitir viðhaldið hæfni sinni á sviði björgunartækni? Á þessum fyrirlestri verður litið á aðferðir sem björgunarsveitir geta nýtt til að tryggja að þær ljúki reglulega gagnlegri þjálfun, sem og þau tæki og aðferðir sem hægt er að nota til að auka, mæla og fylgjast með framförum.