Marinó Emilsson


Marinó Emilsson

Marinó Ingi Emilsson er rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Marinó hóf störf árið 2006 og hefur starfað við almenna löggæslu og rannsóknir. Marinó hefur tekið að sér mörg verkefni, meðal annars langtíma rannsóknir og starf í óeirðasveit svo fátt eitt sé talið. Marinó er auk þessa lærður vélstjóri með reynslu af sjó og landi.

Leit að líkamsleifum í Faxaflóa

13 okt. 14:00 - 14:45

Gerð var mikil leit í Reykjavík og nágrenni að ungum karlmanni í mars 2017 án árangurs en bæði lögreglan og björgunarsveitir komu að málinu. Um ári síðar komu upp líkamsleifar með veiðarfærum í bát sem var við veiðar í Faxaflóa. Umfangsmikil leit var gerð á svæðinu þar sem líkamsleifar komu í veiðarfærin og í kjölfarið fundust fleiri líkamshlutar. Að leitinni komu meðal annars áhöfnin á varðskipinu Tý, kafarar frá Landhelgisgæslunni og Ríkislögreglustjóra. Farið verður yfir aðferðir leitarinar og búnað sem notaður var við þessa aðgerð.