Romeo Durscher


Romeo Durscher

Romeo Durscher er forstöðumaður samþættingar almannaöryggis hjá DJI, leiðandi fyrirtækis á heimsvísu á sviði framleiðslu dróna til almennrar notkunar og tækni til myndunar úr lofti. Romeo er fæddur og uppalinn í Sviss og gekk til liðs við DJI eftir að hafa starfað í 13 ár í athugunarstöð NASA sem rannsakar hreyfifræði sólarinnar. Við störf sín sem ráðgjafi bráðaliða og mannúðarsamtaka tók Romeo virkan þátt í verkefnum þar sem drónar voru notaðir í leitar- og björgunaraðgerðum og við náttúruhamfarir, og í þjálfunarverkefnum þar sem aðstæður voru hafðar eins raunverulegar og mögulegt var. Hann stýrir samstarfi DJI við EENA, þar sem þróaðar hafa verið samskiptareglur fyrir fólk sem starfar á sviði almannaöryggis til að auðvelda þeim að fella dróna inn í aðgerðir sínar. Commercial UAV News útnefndi Romeo einn af 25 áhrifamestu aðilunum á sviði drónaiðnaðar og -viðskipta, og einnig einn af 7 framsýnustu aðilunum er varðar notkun dróna til að bregðast við neyðartilvikum og viðhalda almannaöryggi. Fjallað hefur verið um Romeo í ýmsum fjölmiðlum, t.d. í þættinum Good Morning America á sjónvarpsstöðinni ABC og í tímaritinu Wired.

DJI - rannsókn í tengslum við leitar- og björgunaraðgerðir

12 okt. 16:00 - 16:45

Í kynningu Romeos verður lögð áhersla á tvo þætti, í fyrsta lagi á rannsóknina sem DJI og EENA (European Emergency Number Association) gerðu sumarið 2018 til að mæla áhrif dróna í leitar- og björgunaraðgerðum. Ræddar verða niðurstöður þeirrar rannsóknar, sem og þau viðfangsefni og áherslur sem fjallað var um í henni. Í öðru lagi verður litið á núverandi stöðu að því er varðar lausnir sem eru mögulegar með vél- og hugbúnaði og hvaða lærdómur hefur verið dreginn af framkvæmd áætlunarinnar um ómönnuð loftför, notkun þeirra og aukið mikilvægi í leitar- og björgunaraðgerðum. Romeo mun miðla hugmyndum um núverandi lausnir og framtíðarlausnir og þann lærdóm sem hefur áunnist á vettvangi.