Espen Brekke


Espen Brekke

Sjálfboðaliði í björgunarsveit í Stafangri í suðvesturhluta Noregs. Byrjaði í mínum samtökum (Norsk Folkehjelp/Norsku alþýðubjörgunarsamtökunum) sem unglingur árið 1985 og hef verið björgunarsveitarmaður síðan 1989. Björgunarsveitin sem ég starfa í er staðsett nálægt Preikestolen (Prédikunarstólnum), sem 280.000 ferðamenn heimsækja árlega til að fara í gönguferðir. Leiðbeinandi: skyndihjálp, leit og björgun, sjálfboðaliði í sjúkrabíl og stjórnun í björgunaraðgerðum. Hef unnið í 15 ár í almennri sjúkrabílaþjónustu, þar með talið nokkur ár á sjúkrabáti. Síðustu 8 árin hef ég unnið í fullu starfi sem ráðgjafi í Norsk Folkehjelp. Áherslan er á skyndihjálp, leit og björgun, og ég er ábyrgur fyrir ungliðaþjálfun í samtökunum okkar.

Ferðamennsku fylgja viðfangsefni

13 okt. 16:00 - 16:45

Aukinn fjöldi ferðamanna hefur í för með sér ný viðfangsefni fyrir björgunarþjónustu. Ferðamenn vilja gera fleiri hluti, fara í gönguferðir og láta reyna á hversu mikið þeir þola. Þeir þekkja ekki til þessara nýju aðstæðna. Eru björgunaraðilar undirbúnir fyrir fleiri útköll, björgunaraðgerðir við allar fjallaaðstæður og þann möguleika að hjálpa þurfi ferðamönnum allan ársins hring?